Fara í efni
Mannlíf

Skrúðganga, söngur og sól á vorhátíð – MYNDIR

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Líf og fjör var á vorhátíð leikskólans Lundarsels-Pálmholts á föstudaginn þegar farið var í skrúðgöngu og síðan var fjölmennur brekkusöngur sem tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson stjórnaði.

Skrúðganga var frá Lundarseli upp að Pálmholti, á skólalóðinni þar var sungið við raust í góða stund í glampandi sól undir stjórn Magna og allir fengu ís á eftir. Boðið var upp á andlitsmálningu, sápukúlur og krítar voru ekki langt undan, og farið var í ýmsa leiki. Börn, foreldrar og starfsmenn leikskólans skemmtu sér konunglega.