Fara í efni
Fréttir

Skátar með safnkassa fyrir flöskur og dósir

Safnkassi skátanna við Krambúðina við Byggðaveg.

Grænir skátar hafa sett upp safnkassa fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir á Akureyri. Það er Skátafélagið Klakkur sem hefur umsjón með kössunum í bænum og rennur ágóði af söfnuninni til félagsstarfs skátanna á Akureyri, sem hafa frá því um 1990 staðið fyrir söfnun á skilagjaldsskyldum umbúðum.

„Nú hefst hins vegar nýr kafli í þessari söfnun þar sem safnkassar eru staðsettir við allar grenndarflokkunar gáma á Akureyri og þar er hægt að koma frá sér heilum pokum af dósum og flöskum. Með þessu gefst bæjarbúum og gestum tækifæri á að koma umbúðunum úr geymslunni um leið og farið er með annað til flokkunar á grenndarstöðvarnar,“ segir í tilkynningu frá skátunum.

Safnkassi skátanna, sá græni lengst til vinstri, við skautahöllina í Innbænum.