Fara í efni
Fréttir

Skammast mín ekki fyrir félagsfælni

„Ég skammast mín ekki í dag fyrir að lifa með félagsfælni og þunglyndi frekar en sá sem glímir við krabbamein,“ segir Eymundur Eymundsson, ráðgjafi og félagsliði, í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

Einelti og andleg vanlíðan hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og Eymundur skrifar því að gefni tilefni um eigin reynslu. „Það er vont að vita ekki af hverju manni líður illa andlega og byrgir vanlíðan vegna hræðslu og dómhörku frá umhverfinu sem þú lifir í. Félagsfælni er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Félagsfælni byrjar oftast frá 10 til 15 ára aldri og getur haft miklar afleiðingar t.d. einangrun, eiga erfitt með félagsleg tengsl og forðast flestar aðstæður, vímuefnamisnotkun og sjálfsvíg. Þegar félagsfælni ræður ríkjum verður maður óframfærinn og heldur að allir séu að horfa á sig og langar því helst að hverfa niður í jörðina.“

Smellið hér til að lesa grein Eymundar.