Fara í efni
Menning

Sjálfsmynd barna nýtt í hagnaðarskyni

Biggi Maus spilar með MEMM á Uppanum. Mynd: Sindri Swan

Birgir Örn Steinarsson, gjarnan þekktur sem Biggi í Maus, var að gefa út frumsamda lagið 'Blóðmjólk' ásamt hljómsveitinni MEMM. Eins og sannur listamaður, er Biggi mættur með beitta samtímaádeilu, en hann segir í færslu með laginu að menning íslenskra áhrifavalda hafi verið sér hugleikin upp á síðkastið. Laginu fylgir myndband, þar sem tvinnast saman skjáskot af ævintýrum áhrifavalda landsins og texti lagsins. 

Enn fremur segir Biggi í kynningu lagsins á Facebook síðu sinni: Hér er kerfi sem byggist á að fanga athygli okkar, þar sem allt er nýtt í hagnaðarskyni. Meira að segja sjálfsmynd barna okkar. Þetta samfélagsmiðlakerfi hagnast á athygli okkar með því að stýra okkur inn í endalaust samanburð við hvort annað. Með tilkomu gervigreindar er samanburðurinn við eitthvað sem nú er 100 % falsað.

Smellið á myndina til að horfa á myndbandið og hlusta á lagið Blóðmjólk: