Menning
Samúel sýnir á Sauðá á Sauðárkróki
02.07.2025 kl. 08:45

Tvö verk Samúels á sýningunni á Sauðárkróki.
Akureyringurinn Samúel Jóhannsson hefur opnað myndverkasýningu á veitingastaðnum Sauðá á Sauðárkróki. Samúel sýnir þar átta nýleg verk, akrílverk og litaðar teikningar. Sýningin stendur yfir í allt sumar og er opin alla daga frá kl. 17.00 til 20.00, þegar veitingastaðurinn er opinn.