Fara í efni
Fréttir

Samstarf um aðstoð fyrir jólahátíðina

Samstarf um aðstoð fyrir jólahátíðina

Eins og undanfarin ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Sótt er um á einum stað hjá jólaaðstoðinni og samstarfsaðilar sameinast um að styðja þá sem þurfa með þátttáöku fyrirtækja og einstaklinga á Eyjafjarðarsvæðinu.

  • Hvernig er sótt um styrk? Með því að hringja í síma 570 4090 milli klukkan 10.00 og 13.00 dagana 29. nóvember til 3. desember.

Vegna Covid verður tekið viðtal símleiðis um leið og bókaður er tími til að skrifa undir umsóknina og koma með upplýsingar á staðgreiðsluyfirliti sem má nálgast hjá skattinum eða sækja með rafrænum skilríkjum.