Fara í efni
Íþróttir

Sami Lehtinen hættur störfum hjá SA

Sami Lehtinen, fráfarandi yfirþjálfari íshokkídeildar SA, og Ólöf Björk Sigurðardóttir, formaður deildarinnar.

Sami Lehtinen, sem verið yefur yfirþjálfari hjá íshokkídeild Skautafélags Akureyrar þrjú af síðastliðnum fjórum tímabilum, hefur lokið störfum fyrir Skautafélag Akureyrar. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins fyrir stuttu.

Í frétt SA kemur fram að Sami skilji við félagið á góðum stað og hafi skilað frábæru starfi og skilji eftir sig mikla þekkingu. Meistaraflokkarnir og unglingaliðin sem hann hefur haft umsjón með hafi vaxið á þessum tíma og verið gríðarlega sigursæl. Á tíma Sami sem þjálfara meistaraflokka félagsins skiluðu liðin fimm Íslandsmeistaratitlum í hús ásamt því að lið félagsins í unglingaflokkum unnu fjölmarga titla. 

Sami hefur verið ráðinn í starf aðstoðarþjálfara hjá EHC Freiburg í 2. deild í Þýskalandi á næstu leiktíð.