Fara í efni
Íþróttir

SA Víkingar unnu Fjölni auðveldlega

Orri Blöndal og félagar fögnuðu öruggum sigri í gær. Orri lagði upp eitt mark. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið Skautafélags Akureyrar, Víkingar, vann sannfærandi sigur á Fjölni, 4:1, í Hertz deildinni í íshokkí í gær. Leikið var í Egilshöll í Reykjavík.

Jóhann Leifsson gerði fyrsta markið, eftir sendingu Orra Blöndal, Heiðar Kristveigarson bætti við öðru markinu eftir undirbúning Gunnars Arasonar og Axels Orongan, og áður en fyrsti leikhluti var úti gerði Axel þriðja markið eftir undirbúning Gunnars. Ekkert var skorað í öðrum leikhluta en í þeim þriðja og síðasta kom Egill Birgisson SA í 4:0, eftir sendingu Jóhanns leifssonar, áður en Kristján Kristinsson minnkaði muninn.