Fara í efni
Íþróttir

SA-ingar burðarásar í stórsigri á Búlgaríu

Jóhann Már Leifsson - maður leiksins í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ísland hóf keppni í B-riðli 2. deildar HM í íshokkí í gær með stórsigri á Búlgaríu, 10:2. Keppt er í Skautahöllinni í Laugardal.

Jóhann Már Leifsson, leikmaður Skautafélags Akureyrar, var maður leiksins í gær, lagði upp tvö mörk og skoraði sjálfur eitt.

Mörk­in þrjú sem hann kom að voru öll í sam­starfi við liðsfé­laga úr Skauta­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar svo mætti segja að upp­skrift­irn­ar hafi verið kunnu­leg­ar, eins og mbl.is orðaði það í umfjöllun um leikinn. Aðspurður um sam­starf sitt við Andra Má Mika­els­son og Hafþór Andra Sigrún­ar­son, liðsfé­laga sína hjá SA til fjöl­margra ára hafði Jó­hann þetta að segja:

„Við erum bún­ir að spila sam­an í mörg ár. Við vit­um alltaf hvert við eig­um að setja pökk­inn því við vit­um alltaf hvert hinir eru að fara. Það er rosa­lega auðvelt að spila með þeim.“

Smellið hér til að lesa umfjöllun mbl.is um leikinn. Hér er viðtal við Jóhann Má Leifsson og hér við Andra Má Mikaelsson.

12 Akureyringar með landsliðinu á HM