Fara í efni
Fréttir

Rosabaugur um sólu yfir Akureyri

Ljósmynd: Kristín Hólm Reynisdóttir

Þessi fallegi rosabaugur um sólu sást vel á Akureyri í gærdag. Rosabaugur myndast þegar sólin skín í gegnum þunna skýjabreiðu sem er hátt á himni, segir á vef Veðurstofunnar.

Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, útskýrði fyrirbærið á þennan hátt, þegar rosabaugur sást yfir Reykjavík fyrir rúmu ári, í maí 2020:  „Rosabaugar verða til þegar ískristallar í háskýjaslæðu breytir stefnu sólarljóssins um 22 gráður. Baugurinn myndast í 22 gráðu fjarlægð frá sólinni. Það þýðir að 44 sólir kæmust fyrir í röð frá miðjunni út að jaðrinum (því sólin þekur aðeins hálfa gráðu á himninum). Þess vegna kallast rosabaugar líka 22 gráðu baugar eða 22 degree halo.“ 

Hér eru frekar upplýsingar á vef Veðurstofu Íslands.

Rosabaugurinn yfir Akureyri í gær. Ljósmynd: Kristín Hólm Reynisdóttir.