Menning
Rokk, vínartónar og þrettándabrenna
06.01.2026 kl. 06:00
Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Jóla-hitt og jóla-þetta er liðið í bili, en við skulum sjá hvað menningarlífið býður upp á næstu vikuna:
Tónleikar
- DIMMA á Græna - föstudags- og laugardagskvöld, kl 21:00.
- Vínartónleikar Kvennakórsins Emblu - Einsöngvari er Gissur Páll Gissurarson, Salonhljómsveit Akureyrar leikur með og Roar Kvam stjórnar. Hömrum í Hofi, laugardaginn 10. jan kl. 17:00.
Viðburðir
- Þrettándabrenna UMF Smárans - laugardagskvöld kl. 19 í krúsunum norðan við Laugaland (Þelamörk). Kaffihlaðborð og Bingó í Þelamerkurskóla að lokinni brennu. Enginn posi á staðnum.
Listasýningar
- Játning erlendrar konu - sýning janúarmánaðar á Amtsbókasafninu. Ný ljósmynda- og ljóðasýning Kamilu Ciolko-Borkowska.
- Undir berum himni - Jóhannes Sveinsson Kjarval. Sýning á teikningum og skissum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals á Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 17. maí 2026.
- Viðbragð - Samsýning fimmtán íslenskra og erlendra listamanna á Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 8. febrúar 2026.
- Sólstöður - Guðrún Sigurðardóttir sýnir í Hofi. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
- Himnastigi / Stairway to heaven – Barbara Long. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18. janúar 2026.
- Öguð óreiða – Bergþór Morthens. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 18. janúar 2026.
- Femina Fabula – Sýndarveruleiki / Innsetningar. Sýningin stendur til 16. janúar 2026.
- Lífsins gangur – Óli G. Jóhannsson. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 16. janúar 2026.
- DNA afa – Sigurd Ólason. Sýningin stendur til 16. janúar 2026.
- James Merry - Nodens, Sulis & Taranis – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 8. febrúar 2026.
- Ýmir Grönvold - Milli fjalls og fjöru – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
- Margskonar 2 - Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Listasafnið. Sýningin stendur til 8. feb 2026.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.