Fara í efni
Fréttir

Reynsluakstur XPENG í boði á Akureyri

Bílaumboðið Una býður upp á reynsluakstur á alrafmögnuðum XPENG G6 á Akureyri í lok þessarar viku, á föstudag og laugardag.

„Viðtökur XPENG á Íslandi hafa verið framar vonum en nú þegar hafa 120 bílar verið afhendir síðan við kynntum XPENG fyrst á Íslandi sem var í september 2024,“ segir Þorgeir R. Pálsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Unu í tilkynningu, en Una er umboðsaðili XPENG á Íslandi. „Mikið af fyrirspurnum hafa borist að norðan og við erum gífurlega spennt að koma og bjóða upp á reynsluakstur á Akureyri.“

Í tilkynningu segir að XPENG hafi haslað sér völl hratt í Evrópu að undaförnu og sala bílsins sé hafin á flestum stærri mörkuðum álfunnar.

Reynsluaksturinn verður í boði föstudaginn 16. maí kl. 15-19 og laugardaginn 17. maí kl. 11-17. Bílarnir verða við hleðslustöðvar ON á Glerártorgi.