Perlað af Krafti í kvos MA um helgina
Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur ætlar að perla armbönd á morgun, laugardaginn 31. janúar í Menntaskólanum á Akureyri tilefni af vitundarvakningu félagsins. „Það er mikilvægt að vekja athygli á málstaðnum og samhliða árverkniátaki gefum við innsýn inn í líf fólks sem tengist félaginu,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krafts.
Norðlenskir listamenn halda uppi stuðinu
„Við erum virkilega glöð að fá tækifæri til þess að koma norður og þökkum velvild MA og Hótel Akureyrar kærlega,“ segir Sólveig Ása. „Góðir gestir hjálpa okkur að halda uppi stuði, en þar má nefna Villa Bergmann Vandræðaskáld og Tinnu Óðins sem gerði garðinn frægan í Söngvakeppninni!“
„Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum og perlaðu með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum,“ segir Sólveig Ása að lokum.

Myndirnar eru frá 'Perlað af krafti' viðburðinum sem var í Hörpu í síðustu helgi. Ljósmyndari: Aníta Eldjárn