Mannlíf
Pennasala Félags heyrnarlausra í janúar
23.01.2026 kl. 12:45
Næstu daga munu heyrnarlausir sölumenn á vegum Félags heyrnarlausra vera á ferðinni á Akureyri og bjóða veglega penna til sölu. Söfnunin er til styrktar Norrænni menningahátíð heyrnarlausra sem haldin verður á Selfossi dagana 29. júlí til 2. ágúst næstkomandi sumar.
Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að á hátíðina sé búist við allt að 400 þátttakendum alls staðar af Norðurlöndunum og verða menning og listir og sviðslistir allsráðandi á hátíðinni ásamt fyrirlestrum og málstofum. Auk þess verður öflug barnadagskrá í boði á meðan foreldrar sækja viðburði en áætlaður heildarkostnaður við hátíðina er um 27 milljónir króna.
Skipuleggjendur vonast eftir hlýjum móttökum þegar sölumennirnir koma í heimsókn og þakka fyrirfram fyrir stuðninginn.