Fara í efni
Íþróttir

Patrekur í banni gegn Selfossi á morgun

Leikbann! Patrekur Stefánsson kemur í veg fyrir að Björgvin Páll kasti boltanum fram á síðustu andartökum leiksins, þegar KA var þremur mörkum yfir. Þetta kostaði hann leikbann á morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Patrekur Stefánsson verður ekki með KA þegar liðið fær Selfoss í heimsókn annað kvöld, í Olísdeild Íslandsmóts karla í handbolta. Hann hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar undir lok leiksins við Hauka í síðustu viku og var úrskurðaður í eins leik bann í gær af aganefnd HSÍ. Patrekur var rekinn af velli í tvær mínútur á síðustu andartökum leiksins fyrir að koma í veg fyrir að Björgvin Páll Gústafsson, markvörður Hauka, kastaði boltanum fram völlinn, og fékk rautt spjald í kjölfarið.