Fara í efni
Fréttir

Parkinsonfélagið fékk eina milljón að gjöf

Parkinsonfélagi Akureyrar og nágrennis barst í dag myndarleg peningagjöf í minningu Jóhanns Brynjars Ingólfssonar rafvirkja frá Dal í Grýtubakkahreppi.

Jóhann, sem var einhleypur, lét eftir sig peninga sem systkini hans, níu að tölu, töldu betur komna hjá Parkinsonfélagi Akureyrar og nágrennis en þeim. Það voru systkinin Haukur Ingólfsson og Anna Ingólfsdóttir sem afhentu Arnfríði Aðalsteinsdóttur formanni Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis minningargjöfina – eina milljón króna.

Arnfríður þakkaði systkinunum frá Dal höfðinglega gjöf sem hún sagði að kæmi félaginu einstaklega vel. „Það er von okkar í Parkinsonfélagi Akureyrar og nágrennis að þessi höfðinglega gjöf get eflt starfið enn frekar, þá ekki síst í nágrenni Akureyrar svo fleiri geti notið góðs af,“ sagði Arnfríður í dag.