Fara í efni
Mannlíf

Paella – menningar- og félagsleg arfleifð

„Allir réttir heims sem eitthvað kveður að hafa sínar seremoníur, paella er engin undantekning. Sumar þessar athafnir eru auðvitað nauðsynlegar meðan aðrar eru það ekki. Fyrsta af öllu er það pannan – hún þarf að vera paellu-panna. Kannski er hægt að gera paellu á venjulegri pönnu á venjulegri eldavél en það er mun erfiðara og verður aldrei fullkomið!“

Þannig hefst annar pistill Þráins Lárussonar í röðinni MATARÞRÁ-INN sem akureyri.net birtir í dag. Það er seinni grein hans um spænska hrísgrjónaréttinn paellu.

„Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa þessa grein er fyrst og fremst sú gremja sem ég finn til yfir því að hinn almenni ferðamaður – þar á meðal landar mínir – fara á mis við mikið þegar þeir ná ekki tengingu við þetta merkilega fyrirbæri: paelluna. Þessa menningar- og félagslegu arfleið,“ skrifar Þráinn.

Hann segir meðal annars: „Svo er það alltaf þessi spurning: hvenær er rétturinn paella og hvenær er hann arroz? Hvað er það sem gerir paellu að því sem hún er? Það má kannski segja að paella sé menningar- og félagslegt fyrirbæri. Að elda paellu er ekki síst athöfnin sjálf og félagsskapurinn. Paella er tvímælalaust góður gleðskapsréttur – eins og í fjölskylduboðum eða sem sunnudagsmatur stórfjölskyldunnar.“

  • Akureyringurinn Þráinn Lárusson er matreiðslumeistari og hefur í fjöldamörg ár verið áberandi sem athafnamaður í ferðaþjónustu á Austurlandi þar sem hann hefur rekið bæði veitingastaði og hótel. Hann mun skrifa fjölbreytta pistla um mat fyrir akureyri.net á næstunni.

Grein Þráins í dag: Paella – eins og á að gera hana, - með sérvisku!