Fara í efni
Fréttir

Öxnadalsheiði lokuð, mokstur gengur vel

Félagar í björgunarsveitinni Súlum á Öxnadalsheiði fyrr í vetur. Ljósmynd: Landsbjörg

Vegurinn yfir Öxnadalsheiði er enn lokaður en unnið er að mokstri og gengur hann vel, að því er kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Nýjar upplýsingar verða gefnar um kl. 8.30.

Ófært er um Almenninga norðan Siglufjarðar, þar er einnig unnið að mokstri en óvissustig er á svæðinu vegna snjóflóðahættu. Einnig er óvissustig af sömu sökum í Ólafsfjarðarmúla.

Vefur Vegagerðarinnar