Fara í efni
Fréttir

Öxnadalsheiði flughál, sandað fljótlega

Öxnadalsheiði flughál, sandað fljótlega

Bíll frá Vegagerðinni er á leið upp á Öxnadalsheiði, í þessum skrifuðu orðum, í því skyni að hálkuverja veginn á ný, en flughálka hefur verið þar í dag og ástæða til þess að vara bílstjóra við ástandinu. Byrjað verður að sanda þjóðveginn innan tíðar. Heiðin var lokuð um tíma snemma í morgun, þegar flutningabifreið festist þar. Fleiri bílar sátu fastir á heiðinni í nótt og lögreglumenn frá Akureyri aðstoðuðu ökumenn.