Fara í efni
Fréttir

Óvæntir „gestir“ vegna óveðurs í Keflavík

Aftakaveður var á suðvesturhorninu í morgun og ekkert hægt að fljúga. Nokkrum ferðum frá Keflavíkurflugvelli var aflýst en langflestum frestað, veðrið er orðið mun skárra núna og fjöldi véla fer á loft frá Keflavík í kvöld. Ein vél lenti í Keflavík í hádegi, á vegum British Airways, en farþegar sitja enn úti í vél þegar þetta er skrifað!

Vélar gátu loks lent í Keflavík síðdegis en fyrr í dag sneru tvær, sem áttu að lenda í Keflavík, til Akureyrar og voru hér í nokkra klukkutíma; annars vegar þota á vegum bandaríska flughersins og hins vegar vél frá Play, á leið frá Berlín. Báðar leggja í hann til Keflavíkur von bráðar. Í gærkvöldi lenti á Akureyrarflugvelli vél frá sænska hernum en fór í morgun.