Fara í efni
Fréttir

Örvunarskammtur í boði í næstu viku

Akureyringar verða bólusettir á slökkvistöðinni sem fyrr. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þeim sem fengu Janssen bóluefni vegna Covid 19 verður í næstu viku boðinn svokallaðan örvunarskammt með bóluefni frá Pfizer. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Þar er þess getið að ekki sé mælt með því að þeir „sem eru með sögu um Covid-19“ fái örvunarskammt í bili.

Að minnsta kosti 28 dagar þurfa að hafa liðið frá Janssen bólusetningunni til að fólk geti fengið örvunarskammt, þótt reyndar sé mælst til þess að beðið sé í átta vikur. „Allir munu fá boð í þessari eða næstu viku en geta einnig valið að koma á næstu vikum,“ segir á vef HSN.

Þeir sem ekki hafa fengið neitt bóluefni, eða eiga eftir að fá seinni skammt af Pfizer bóluefni, eru einnig velkomnir í næstu viku. Þá verður bólusett á Norðurlandi sem hér segir:

Fyrir Blönduós og Sauðárkrók:

  • Í Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki miðvikudaginn 11. ágúst klukkan 15.00 til 19.00.

Fyrir Húsavík, Þórshöfn, Kópasker, Raufarhöfn, Reykjahlíð og Laugar:

  • Í Íþróttahöllinni á Húsavík miðvikudaginn 11. ágúst klukkan 16.00 til 18.30.

Fyrir Akureyri, Dalvík og Fjallabyggð:

  • Á slökkvistöðinni á Akureyri fimmtudaginn 12. ágúst klukkan 10.00 til 17.00.

Fleiri bólusetningardagar fyrir örvunarskammt verða á næstu vikum. Tíma- og staðsetningar verða auglýstar, að því er segir á vef HSN.