Fara í efni
Íþróttir

Öruggur sigur Þórsara á Kórdrengjum

Aron Hólm Kristjánsson gerði þrjú mörk í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar unnu Kórdrengi 26:21 í Grill 66 deildinni í handbolta, næst efstu deild Íslandsmótsins, á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Þór er nú kominn með tvö stig eftir tvær umferðir.

Tveir nýir leikmenn voru með Þórsliðinu í kvöld, línumaðurinn Kostadin Petrov frá Norður-Makedóníu og færeyski hornamaðurinn Jonn Rói Tórfinnsson, sem voru ekki komnir með leikheimild í fyrstu umferðinni gegn Fjölni. Báðir komu mikið við sögu í kvöld.

Arnór Þorri Þorsteinsson og fyrrnefndur Kostadin Petrov gerðu 7 mörk hvor í kvöld og þeir Aron Hólm Kristjánsson, Jonn Rói og Josip Vekic  voru allir með 3 mörk.