Fara í efni
Íþróttir

Orri leikur ekki með Þór næsta sumar

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnumaðurinn Orri Sigurjónsson leikur ekki með Þór næsta sumar. Orri, sem verður 28 ára í næsta mánuði, hefur leikið allan sinn feril með Þór og með meistaraflokki síðan 2012. Orri og unnusta hans hafi verið í námi fyrir sunnan síðustu ár og hafa ákveðið að dvelja þar næsta sumar.

„Þórsari í 28 ár, þar af 11 ár í meistaraflokki. Endalaus gleði og hamingja. Virkilega þakklátur fyrir allt fólkið sem ég kynntist á leiðinni. Ætla vera fyrir sunnan næsta sumar en verð þó alltaf hvítur og rauður,“ skrifar Orri á Instagram.

Orri hefur glímt nokkuð við meiðsli síðustu ár en verið lykilmaður í liðinu þegar hann er leikfær. Hann hefur tekið þátt í 194 skráðum leikjum með Þór og gert níu mörk. Hann var fyrirliði Þórs í sumar.