Fara í efni
Fréttir

Orkan fagnar 30 ára afmæli fyrirtækisins

Orkan fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir. Á myndinn eru Björn Erlingsson, forstöðumaður UT, Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, og Brynja Guðjónsdóttir markaðsstjóri. Aðsend mynd.

Orkan fagnaði á dögunum 30 ára afmæli og hefur tilkynnt að af því tilefni bjóði fyrirtækið Orkulykilshöfum lægsta verðið sitt á öllum stöðvum í nóvember. Það var 4. nóvember 1995 sem Orkan opnaði fyrstu þrjár sjálfsafgreiðslustöðvarnar á Íslandi, tvær á höfuðborgarsvæðinu og eina við Furuvelli á Akureyri. Þar var hægt að kaupa bensín allan sólarhringinn án aðstoðar.

Í tilkynningu frá Orkunni segir meðal annars:
 
„Frá opnun hefur markmið Orkunnar ávallt verið á lægra verð og að bjóða viðskiptavinum bestu þjónustuupplifun. Björn Erlingsson hefur starfað hjá Orkunni frá stofnun og rifjar upp að við opnun á stöðvunum var hægt að greiða með greiðslukortum og peningaseðlum sem þótti stórt skref á þeim tíma, að geta greitt með greiðslukortum úti á dælu allan sólahringinn. Um tíma var þróun búnaðar minniháttar en síðustu ár hafa ýmsar frábærar lausnir litið dagsins ljós en áhersla okkar er að vera leiðandi í uppbyggingu stöðva sem nýta tæknina til fulls.“ 
 
Orkan rekur í dag 73 stöðvar og var allur greiðslubúnaður uppfærður árið 2021 til að mæta þörfum nútímatækni. „Það varð til þess að Orkan var fyrst til að bjóða upp á snertilausar greiðslur með Apple og Google pay leiðum. Tveimur árum síðar var þróuð leið til að bjóða Orkulykilinn í símann, fyrsta eldsneytisfyrirtækið á markaði til þess að bjóða þá lausn,“ segir einnig í tilkynningu fyrirtækisins.
 
„Þakklæti er okkur efst í huga á þessum tímamótum. Hér starfar frábært fólk og samstarfsfólk sem stendur vaktina allan sólarhringinn. Á tímamótum sem þessum viljum við fagna vel og bjóða lægsta verðið til okkar tryggu viðskiptavina í gegnum Orkulykilinn á öllum stöðvum. Með þessu átaki viljum við sýna þakklæti okkar fyrir samfylgdina síðustu 30 árin og hlökkum til að vera áfram samferða,“ segir Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar.