Fara í efni
Fréttir

Örfáir snjótittlingar en störum fjölgar mjög

Snjótittlingar - þá vantaði sárlega í talningunni um síðustu helgi, segir Jón. Ljósmynd: Jón Magnúss…
Snjótittlingar - þá vantaði sárlega í talningunni um síðustu helgi, segir Jón. Ljósmynd: Jón Magnússon.

Alls sáust 3.298 fuglar á Akureyri um síðustu helgi, í árlegri „jólatalningu“ á ákveðnum svæðum, og þykir nokkuð gott. Fleiri fuglar eru samt á Akureyri því að ekki er talið um allan bæinn. Næstliðin ár hafa verið taldir hér liðlega 2.000 til rúmlega 4.000 fuglar á þessum tíma.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Jóns Magnússonar, fuglaáhugamanns, sem birtist á Akureyri.net í kvöld.

„Í talningunni um helgina vantaði sárlega snjótittlingana og fundum við bara 4 slíka í bænum en í sumum talningunum hafa verið um 1300 snjótittlingar. Skýringin er sú að ef hitastig fer upp fyrir frostmark og ekki eru svokölluð jarðbönn þá hverfa snjótittlingarnir úr bænum og finna sér æti þar. Hins vegar er auðnutittlingum að fjölga verulega og voru þeir taldir núna 1.214 en hafa oft verið um 2-300 í fyrri talningum,“ segir Jón meðal annars.

Smellið hér til að lesa grein Jóns.