Fara í efni
Fréttir

Optical Studio í einn dag á Akureyri

Næsta miðvikudag, 21. janúar, mun Optical Studio setja upp fullbúna „pop up“ gleraugnaverslun á Akureyri. Verslunin verður einungis opin þennan eina dag.

„Um er að ræða fullbúna verslun í Menningarhúsinu Hofi, Strandgötu 12 (salur Naust). Verslunin verður opin frá 9:30-21:30 á miðvikudeginum,“ segir í tilkynningu frá versluninni.

„Í 40 ára sögu verslunarinnar höfum við eignast fjölda viðskiptavina út um allt land. Nú er tekið það skref að færa þjónustuna nær okkar landsbyggðarviðskiptavinum og um leið að ná betur til nýrra viðskiptavina og að sýna okkar nýjustu gleraugnatísku bæði í gleraugnaumgjörðum og sólgleraugum,“ segir Hulda Guðný Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Optical Studio í tilkynningunni.

„Við munum vera með mikið úrval af okkar fallegu vöru, bæði af umgjörðum, sólgleraugum og skíðagleraugum og bjóðum 20% afslátt af öllum vörum þennan dag. Mikið úrval af umgjörðum og sólgleraugum frá sem dæmi Lindberg, Gucci, Ray Ban, Prada, Miu Miu, Saint Laurent, Dior, Tom Ford og Oakley.“

Sjónmælingar fara fram á staðnum með nýjasta tækjabúnaði á því sviði, segir Hulda Guðný. „Hægt er að bóka tíma í sjónmælingar á opticalstudio.is og á noona.is eða í síma 511-5800. En einnig er líka hægt að koma við og skoða úrvalið og versla á staðnum óháð tímabókunum.

Við hvetjum alla til að kíkja við til okkar á miðvikudaginn í Hof og sjá úrvalið sem við höfum upp á að bjóða og finna sér gleraugu eða sólgleraugu/skíðagleraugu við hæfi.“