Fara í efni
Fréttir

Opinn íbúafundur með innviðaráðherra í dag

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opins íbúafundar á Akureyri í dag.

Opinn samráðsfundur Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra með íbúum Norðurlands eystra verður haldinn á Akureyri í dag, þriðjudag kl. 16:45. Fundurinn verður haldinn á Múlabergi í Hótel Kea og er öllum opinn.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að tilgangur fundarins sé að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Það muni m.a. nýtast í vinnu við stefnumótun og undirbúning áætlana á vegum ráðuneytisins, m.a. samgönguáætlun.

Fundurinn er sá fyrsti í röð samráðsfunda sem innviðaráðherra mun halda víða um land. Fundirnir eru skipulagðir í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga.

Auk ráðherra mun Lára Halldóra Eiríksdóttir formaður Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) flytja erindi á fundinum. Fundarstjóri er Albertína F. Elíasdóttir framkvæmdastjóri SSNE. Að erindum loknum verður opnað fyrir almennar umræður.

Skráning á fundinn