Fara í efni
Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Startup Landið

Opið er fyrir umsóknir í  Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SSNE, Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.

Startup Landið veitir þátttakendum aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og möguleikum á fjármögnun. „Markmiðið er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna sem eru komin af hugmyndastigi, hvort sem þau eru unnin af einstaklingum, sprotafyrirtækjum eða innan rótgróinna fyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Þar segir ennfremur:

Hvað býður hraðallinn upp á?

  • Aðgang að reynslumiklum leiðbeinendum, frumkvöðlum og fjárfestum
  • Vinnustofur og fræðslufundi
  • Tækifæri til að byggja upp öflugt tengslanet
  • Tvær staðbundnar vinnustofur með þátttöku allra teyma
  • Mestu leyti rafrænt fyrirkomulag sem hentar þátttakendum um allt land

Hverjir geta sótt um?

Leitast er eftir frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum sem eru komin af hugmyndastigi og vilja þróa verkefnið sitt áfram með stuðningi sérfræðinga og tengslanets.

Umsóknarfrestur og skráning

  • Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 31. ágúst. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar má finna hér.
  • Startup Landið er samstarfsverkefni allra landshlutasamtakanna: SSNE, SSNV, Vestfjarðarstofu, Austurbrúar, SASS, SSS og SSV.