Fréttir
Öll útskrifuð – enginn slasaðist alvarlega
05.07.2025 kl. 12:00

Frá slysstað í gærkvöldi; tveir bílanna á veginum, sá þriðji lenti utan vegar. Löng bílaröð myndaðist meðan lögregla var að störfum á vettvangi. Myndir: Þorgeir Baldursson
Enginn sexmenninganna sem lenti í þriggja bíla árekstri í Hörgárdal í gærkvöldi meiddist alvarlega, að því er mbl.is hefur eftir lögreglu. Eins og fram kom í morgun voru allir fluttir í sjúkrabílum á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar en hafa nú verið útskrifaðir.