Fara í efni
Fréttir

Oddfellow: 5,9 milljónir til Velferðarsjóðs

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Oddfellow stúkurnar fimm á Akureyri færðu í gær Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðis peningagjöf að upphæð 5,9 milljónir króna. Alls veittu stúkurnar fjóra styrki í gær, samtals tæpar 10 milljónir króna.

Velferðarsjóðurinn, sem hlaut lang hæsta styrkinn, aðstoðar efnaminni einstaklinga og fjölskyldur bæði fyrir jólin og á öðrum tíma árs. Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis er samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og nágrennis og Rauða krossins við Eyjafjörð.

  • Bjarmahlíð - Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis hlaut 1.950.000 króna styrk.

Auk þessara tveggja styrkja frá öllum stúkunum veittu kvennastúkurnar Auður og Laufey tvennum samtökum styrki:

  • Hjálp48 hlaut 1.230.000 króna styrk. Hjálp48 er nýlegt úrræði Sorgarmiðstöðvar sem hefur það markmið að grípa aðstandendur eftir skyndilegan ástvinamissi utan sjúkrastofnana.
  • Matargjafir Akureyrar fengu 800.000 króna styrk.

Myndin var tekin þegar fulltrúar Velferðarsjóðs, Guðný Jóna Þorsteinsdóttir og Kristbjörg Álfhildar Sigurðardóttir, tóku við styrknum í gær. Með þeim eru fulltrúar Oddfellow stúkanna. Frá vinstri: Sveinn Aðalgeirsson, Hugrún Marta Magnúsdóttir, Guðný Jóna Þorsteinsdóttir, Kristbjörg Álfhildar Sigurðardóttir, Pia Maud Petersen, Hanna Sigurjónsdóttir Gunnar Gíslason og Jóhann Ingason.