Fara í efni
Mannlíf

Nýtt lag frá Magna: Áfram og uppávið

Nýtt lag frá Magna: Áfram og uppávið

Magni Ásgeirsson, söngvarinn frábæri og tónlistarkennari á Akureyri, sendi á dögunum frá sér lag sem hann kallar Áfram og uppávið. Magna samdi lagið en Sævar Sigurgeirsson úr Ljótu Hálfvitunum gerði textann. Lagið er „sérstaklega samið til að blása krafti í þjóðina á þessum síðustu og verstu tímum,“ segir Magni um þetta flotta, uppörvandi lag.

Heyrn er sögu ríkari, sem og sjón! Smelltu hér til að hlusta á lagið og sjá myndbandið