Fara í efni
Fréttir

Ný greining: djúpstæð áfallastreituröskun

Djúpstæð áfallastreituröskun (Complex PTSD) er ný sjúkdómsgreining í Evrópska sjúkdómsgreiningarkerfinu (ICD-11) þar sem um alvarlegri, djúpstæðari og endurtekin áföll er að ræða. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir fjallar um þetta í þriðja pistlinum á jafn mörgum dögum um áfallavanlíðan.

„Ef til vill finnst einhverjum líkt og þessi vandamál fari vaxandi og stundum heyrast gagnrýnisraddir um að verið sé að sjúkdómsgera um of. En svo er ekki, heldur höfum við hafnað því að þagga þessi mál niður, vitum nú að betra er að ræða þau opið og af nærgætni og til þess þarf orð, heiti og skilgreiningar,“ skrifar Ólafur. „Þessi nýja sjúkdómsgreining er einmitt sett fram í þessum tilgangi og í kjölfar aukinnar vísindalegrar þekkingar og til þess að í framhaldinu geta boðið upp á viðeigandi stuðning og árangursríka meðferð.“

Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs.