Fara í efni
Fréttir

Fimm í einangrun, 10 í sóttkví í landshlutanum

Fimm í einangrun, 10 í sóttkví í landshlutanum

Fimm eru í einangrun í dag á Norðurlandi eystra vegna kórónuveirusmits og tíu eru skráðir í sóttkví. Ekki hefur verið gefið upp hvar í landshlutanum viðkomandi búa. Fimm virk smit eru sem sagt á væðinu, tveimur fleiri en í gær. Síðan þá hafa fjórir bæst við þann hóp sem er í sóttkví.

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru tveir í sóttkví. Tveir reyndust smitaðir við komu til landsins.

UPPFÆRT klukkan 13.30 - Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur greint frá því að sjö eru í sóttkví á Akureyri í dag (fjórir í póstnúmeri 600 og þrír í 603) og fjórir í einangrun, tveir í hvoru póstnúmeri. Þá eru tveir í sóttkví í póstnúmeri 601, við Akureyri.