Menning
Norðlenskir rapparar, Maggi Eiríks og draugar
08.09.2025 kl. 16:00

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.
Tónleikar
- Kött Grá Pé & Saint Pete - Græna hattinum, föstudagskvöldið 12. sept kl. 21.
- Fjölskyldutónleikar VÆB - Hamraborg í Hofi, laugardaginn 13. sept kl. 15.
- Maggi Eiríks 80 ára afmælistónleikar - Hamraborg í Hofi, 14. sept kl. 16. Söngvarar eru Ellen Kristjáns, KK, Múgison, Pálmi Gunnars og Ragga Gísla.
Viðburðir
- Draugar fortíðar ásækja Ísland – Flosi Þorgeirsson og Baldur Ragnarsson halda úti vinsælu söguhlaðvarpi. Þeir troða upp á Græna hattinum í kvöld, mánudaginn 8. sept kl 20. Uppselt - en kannski von í dyrunum.
- Opinn dagur í Háskólanum á Akureyri – Miðvikudaginn 10. sept á milli 11-13.
- Uppbrot í Grófinni Geðrækt – Kynning á starfi Grófarinnar, fyrirlestrar o.fl. Frá 11-15, fimmtudaginn 11. sept í húsnæði Grófarinnar, Hafnarstræti 97, 6. hæð.
- Sögustund á Amtinu – Vikulegar sögustundir fara aftur af stað. Alla fimmtudaga kl. 16.30. Eydís barnabókavörður les vel valdar barnabækur.
- Pubquiz með Tomma á Verksmiðjunni – Miðvikudagskvöldið 10. sept kl. 20.00.
- Salsakvöld á VAMOS - Salsa North býður til ókeypis prufutíma í salsa annan hvern fimmtudag í vetur. 11. september kl. 20-23.
- Íslenska sjókonan / skapandi námskeið fyrir 8-10 ára börn – Tveggja daga námskeið í Sigurhæðum með Marsibil Sól Þórarinsdóttur og Salóme Hollanders. 13. og 14. sept kl. 13-16 hvorn dag.
Haustið er gengið í garð og þá hefjast yfirleitt aftur einhverjir fastir liðir eftir sumarfrí. Reglulega verður boðið upp á pubquiz á Verksmiðjunni, sögustund fyrir krakka á Amtinu og salsakvölds á Vamos. Myndir: FB
Listasýningar
- Hlynur Hallsson og Númi Kristínarson sýna í Mjólkurbúðinni – Tvær einkasýningar verðar opnaðar miðvikudaginn 10. september kl. 17. Sýning nýrra verka Hlyns ber heitið ELSKA ÞIG / LIEBE DICH / LOVE YOU. Sýning Núma heitir KILLING YOURSELF TO LIVE og þar gefur að líta málverk sem unnin eru nýlega.
- James Merry - Nodens, Sulis & Taranis – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 8. febrúar 2026.
- Ýmir Grönvold - Milli fjalls og fjöru – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
- Margskonar 2 - Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Listasafnið. Sýningin stendur til 8. feb 2026.
- Myndlistasýning Ólafs Sveinssonar á Amtsbókasafninu.
- Samsýning norðlenskra listamanna - Mitt rými. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 14. september.
- KIMAREK: Innsetning í tilefni fjörutíu ára starfsferils Margrétar Jónsdóttur. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 28. september.
- Ný heildarsýning í Sigurhæðum og verk Margrétar Jónsdóttur leirlistamanns. ATH - leiðsögn um sýningarnar á laugardögum á milli 13.00 og 13.30. Margrét verður síðan sjálf á staðnum næsta laugardag, 23. ágúst kl. 13, og verður með smá spjall og leiðsögn um sýninguna.
- Safnasafnið – Fjöldi sýninga.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.