Fara í efni
Mannlíf

„Nöldur“ um hraðtísku og einnota varning

„Ég er gjarnan frekar óvinsæl þegar ég fer að nöldra um hraðtísku og einnota varning. Gleðispillir þegar rætt er um að það sé svo ótrúlega ódýr og fín föt í boði í einhverri vefverslun, en ég bendi á að þessi verslun hafi fengið algjöra falleinkunn varðandi notkun eiturefna í framleiðslu og aðstæður starfsfólks í saumaverksmiðjum séu vægast sagt hörmulegar.“

Þannig hefst mjög umhugsunarverður pistill Rakelar Hinriksdóttir sem birtist á Akureyri.net í morgun. 

Rakel er blaðamaður á Akureyri.net og formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi. Hún nefnir m.a. að skv. skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum beri hraðtískuiðnaðurinn ábyrgð á u.þ.b. 10% af útblæstri kolvísýrings (CO2) í heiminum. Meira en allar flug- og sjávarsamgöngur heimsins samanlagðar! Ótrúlega tölfræði það.

„Hraðtískuiðnaðurinn er líka í öðru sæti, á eftir landbúnaði, yfir mestu vatnsnotendur á heimsvísu. Ef ekkert breytist, er því spáð að mengun af völdum hraðtískuiðnaðar muni aukast um 60% til ársins 2030,“ segir Rakel.

Smellið hér til að lesa pistil Rakelar.