Fara í efni
Íþróttir

Naumt tap Þórsara í Forsetahöllinni

Smári Jónsson gerði 12 stig fyrir Þór í Forsetahöllinni á Álftanesi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar töpuðu í kvöld 90:85 fyrir Álftnesingum í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfubolta, næstu efstu deildar Íslandsmótsins. Leikið var í Forsetahöllinni á Álftanesi.

  • Skorið eftir leikhlutum: 24:16 – 27:23 – (51:39) – 19:24 – 20:22 – 90:85

Þórsarar byrjuðu vel og komust í 10:13, heimamenn jöfnuðu 13: 13 og komust í fyrsta skipti yfir, 15:13, þegar þrjár og hálf mín. var eftir af fyrsta leikhluta. Álftanes hélt forystu allt þar til um miðjan þriðja leikhluta að Þórsarar komust í 55:54 en heimamenn snéru taflinu sér í vil á ný. Allt var í járnum undir leikin og jafnt er tvær mín. voru eftir en Álftnesingar náðu að knýja fram sigur.

  • Tarojae Ali-Paishe Brake 30 stig – 9 fráköst – 3 stoðsendingar
  • Toni Cutuk 19 stig – 9 fráköst – 4 stoðsendingar
  • Smári Jónsson 12 stig – 2 fráköst – 1 stoðsending
  • Páll Nóel Hjálmarsson 9 stig – 1 frákast
  • Baldur Örn Jóhannsson 8 stig – 11 fráköst – 4 stoðsendingar
  • Hlynur Freyr Einarsson 7 stig – 11 fráköst – 2 stoðsendingar

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina