Fara í efni
Íþróttir

Naumt tap stelpnanna gegn liði Eyjamanna

Marija Jovanovic mjög einbeitt á svip í vörn ÍBV en náði ekki að koma í veg fyrir að Nathalia Soares Baliana skoraði með þrumuskoti að þessu sinni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA/Þór tapaði naumlega fyrir ÍBV á heimavelli í dag í Olís deild kvenna í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins. Gestirnir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik og unnu með eins marks mun, 28:27.

Eyjamenn byrjuðu af mun meiri krafti, komust mest fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik en að honum loknum var staðan 15:11.

Stelpurnar okkar komu hins vegar tvíefldar til seinni hálfleiksins, ekki voru liðnar nema níu mínútur þegar þær höfðu náð að jafna og fljótlega voru þær komnar yfir, 20:19. Leikurinn var hnífjafn eftir það, Sunna Jónsdóttir gerði 28. mark gestanna og KA/Þór átti síðustu sókn leiksins en tókst því miður ekki að skora og næla þar með í annað stigið.

KA/Þór er því enn í fimmta sæti deildarinnar með fjögur stig að loknum sjö leikjum. ÍBV er í þriðja sæti deild­ar­inn­ar með 12 stig, tveim­ur á eftir Val og Stjörn­unni.

Mörk KA/Þ​órs: Lydía Gunnþórs­dótt­ir 8 (3 víti), Nathalia Soares Bali­ana 6, Aþena Ein­v­arðsdótt­ir 4, Hild­ur Lilja Jóns­dótt­ir 4, Júlía Björns­dótt­ir 3, Anna Þyrí Hall­dórs­dótt­ir 1 og Svala Björk Svanþórs­dótt­ir 1.

Var­in skot: Matea Lonac 8 (af 30 – 22,2%)

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina.