Fara í efni
Íþróttir

Nágrannaslagur í kvöld í KA-heimilinu

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Nágrannaslagur verður í KA-heimilinu í kvöld þegar Þórsarar sækja ungmennalið KA heim í Grill66 deildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 19.30.

Þetta er annar leikur beggja í deildinni, KA-strákarnir töpuðu 32:25 fyrir ungmennaliði Fram í Reykjavík í fyrstu umferðinni en Þórsarar sigruðu ungmennalið Vals 28:26 á heimavelli.