Fréttir
														
Mjög slæm veðurspá frá miðnætti
											
									
		23.11.2021 kl. 18:14
		
							
				
			
			
		
											
									Mjög slæm veðurspá er fyrir nóttina fyrir stærstan hluta landsins og á Norðurlandi eystra raunar allt þar til um klukkan níu í fyrramálið. Gert er ráð fyrir snjókomu, lélegu skyggni og hvassri norðan átt, 15 til 23 metrum á sekúndu.
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna þessa fyrir alla landshluta nema suðvesturhornið. Ljóst er að færð getur spillst í nótt og hvetur lögreglan alla sem hyggjast vera á ferðinni til að fylgjast með stöðu mála í kvöld og nótt, og í fyrramálið áður en lagt er af stað að heiman.