Fara í efni
Mannlíf

Mikilvægt að skoða hverju umræða á að skila

Mikilvægt að skoða hverju umræða á að skila

Hildur Eir Bolladóttir segir í pistli dagsins frá nýju áhugamáli, prjónaskap, þar sem ekki sé hægt að fara neina fjallabaksleið geri maður mistök. Rekja verði allt upp og byrja frá grunni.

Prjónaskapur er reyndar ekki helsta umfjöllunarefnið, heldur mannleg samskipti og umræður á samfélagsmiðlum. Hvort tveggja lúti nefnilega sömu lögmálum og prjónaskapurinn; ekki þýði að fara neina fjallabaksleið, sem gleymist að vísu gjarnan.

„Oft fer einhver mikilvæg umræða af stað, byggð á góðum ásetningi og vilja til að skapa betra og hlýrra umhverfi en af því að það er skekkja í uppfitinu þá nær umræðan aldrei að verða það sem lagt var upp með. Þegar fitjað er upp á nýrri umræðu, að ég tali nú ekki um viðkvæmri umræðu sem hefur áhrif á framtíð einstaklinga þá er ótrúlega mikilvægt að skoða fyrst hverju umræðan á að skila,“ segir Hildur Eir.

Smellið hér til að lesa pistil Hildar Eirar.