Fara í efni
Fréttir

Mikilvægt að allir komist leiðar sinnar

Bæjarfulltrúinn Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir reynir að komast yfir hindrun sem jafnast á við hefðbundinn þröskuld. Bæjarfulltrúinn Lára Halldóra Eiríksdóttir fylgist spennt með, lengst til hægri. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Nokkrir bæjarfulltrúar á Akureyri reyndu það í dag hvernig er að fara ferða sinna í hjólastól; þeir fóru reyndar ekki nema um það bil 400 metra, úr Lystigarðinum að Íþróttahöllinni, en Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Sjálfsbjargar á Íslandi, lýsti yfir mikilli ánægju með þátttöku hinna kjörnu fulltrúa og áhuga bæjaryfirvalda á aðgengismálum fatlaðra og annarra með með skerta hreyfigetu.

Ferðalag dagsins var kallað aðgengisstroll, viðburðurinn er hluti af Evrópsku samgönguvikunni sem stendur yfir og tilgangurinn sá að vekja athygli á aðgengismálum og mikilvægi þess að allir geti farið leiðar sinnar á öruggan og sjálfstæðan hátt. Bæjarfulltrúarnir áttu að öðlast innsýn í daglega reynslu fólks í hjólastól og við Höllina prufuðu sumir þeirra til dæmis að rúlla sér upp í strætisvagn og að fara yfir minni hindranir.

Linda Egilsdóttir, formaður Sjálfsbjargar á Akureyri, til hægri, og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Sjálfsbjargar á Íslandi, voru í fararbroddi þeirra sem fóru í hjólastólum úr Lystigarðinum að Íþróttahöllinni.

Fréttir á Akureyri.net fyrr í dag:

 

Íþróttakempan Hulda Elma Eysteinsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður velferðarráðs, gafst ekki upp fyrr en hún komst í hjólastólnum upp á þennan litla pall – sem reyndist alls ekki auðvelt þótt hann sé „aðeins“ á við hefðbundinn þröskuld.

Sindri S. Kristjánsson bæjarfulltrúi kominn upp á hindrunina.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir bæjarfulltrúi.

Hulda Elma Eysteinsdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir komust að því að ekki er eins auðvelt og það kann að virðast að rúlla sér í hjólastól upp í strætisvagn.