Fara í efni
Íþróttir

Mateo og Paula best hjá KA – André á förum

Miguel Mateo Castrillo og Paula del Olmo, sem valin voru bestu leikmenn blakliða KA í vetur. Mynd af…
Miguel Mateo Castrillo og Paula del Olmo, sem valin voru bestu leikmenn blakliða KA í vetur. Mynd af vef KA.

Paula del Olmo og Miguel Mateo Castrillo voru valin bestu leikmenn blakliða KA í vetur á lokahófi blakdeildar félagsins um helgina. Sölvi Páll Sigurgeirsson og Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir fengu verðlaun fyrir mestu framfarir.

„Blakdeild KA fagnaði glæsilegu tímabili með lokahófi um helgina en kvennalið KA stóð uppi sem þrefaldur meistari og er því Íslands-, bikar- og deildarmeistari auk þess sem að karlalið KA lék til úrslita í bikarkeppninni,“ segir á heimasíðu KA.

Fram kemur í fréttinni að André Collin dos Santos þjálfari meistaraflokks karla muni yfirgefa félagið í sumar en hann hefur verið hjá KA í tvö ár.

Nánar hér um lokahófið.