Fara í efni
Íþróttir

Markaregn þegar Ísland burstaði Lúxemborg

Íslendingar fagna einu 13 marka sinna gegn Lúxemborg í gærkvöldi. Ljósmyndir: Stefán Oddur Hrafnsson

Íslensku strákarnir í landsliði 18 ára og yngri í íshokkí sigruðu jafnaldra sína frá Lúxemborg mjög auðveldlega, 13:0, Í gærkvöldi í A-riðli 3. deildar heimsmeistaramótsins í Skautahöllinni á Akureyri. Ísland hefur þar með unnið alla fjóra leikina til þessa.

Lið Lúxemborgar er það slakasta í riðlinum og vitað mál að það ætti enga möguleika gegn Íslandi. Staðan var þó ekki nema 3:0 eftir fyrsta leikhluta, Ísland gerði aftur þrjú mörk í þeim næsta en í þriðja og síðasta leikhlutanum skoruðu íslensku strákarnir sjö sinnum. Íslenska liðið átti 59 skot í leiknum en mótherjinn 16. 

Ekki er leikið í riðlinum í dag en síðasta umferðin fer fram á morgun:

  • 11.00 Bosnía og Herzegóvína - Tyrkland
  • 14.30 Mexíkó - Lúxemborg
  • 18.00 Ísland - Ísrael

Fyrir síðustu umferð er Ísland með 12 stig og Ísrael 9. Ísraelsmenn hafa leikið vel á mótinu en töpuðu óvænt fyrir liði Mexíkó. Íslandi dugar því jafntefli í hefðbundnum leiktíma til þess að vinna riðilinn og tryggja sér þar með sæti í 2. deild HM að ári. 

Mörkin í gær:

  • 1:0 Viktor Mojzyszek (01:30)
  • 2:0 Arnar Karvelsson (01:48)
  • 3:0 Birkir Einisson (11:42)
  • 4:0 Arnar Karvelsson (23:40)
  • 5:0 Ormur Jónsson (24:44)
  • 6:0 Ólafur Björgvinsson (37:37)
  • 7:0 Ormur Jónsson (42:13)
  • 8:0 Helgi Bjarnason (43:33)
  • 9:0 Birkir Einisson (45:17)
  • 10:0 Haukar Karvelsson (45:41)
  • 11:0 Arnar Karvelsson (49:18)
  • 12:0 Ólafur Björgvinsson (53:06)
  • 13:0 Uni Blöndal (55:50)

Hér er svo listi yfir mörk, fremri talan, og stoðsendingar í leiknum:

  • Uni Blöndal 1/5
  • Ormur Jónsson 2/2
  • Birkir Einisson 2/2
  • Arnar Karvelsson 3/0
  • Arnar Kristjánsson 0/3
  • Ólafur Björgvinsson 2/0
  • Haukur Karvelsson 2/0
  • Viktor Mojzyszek 1/1
  • Hektor Hrólfsson 0/2
  • Helgi Bjarnason 1/0
  • Ýmir Hafliðason 0/2
  • Daníel Ryan 0/1
  • Haukur Steinsen 0/1

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem Stefán Oddur Hrafnsson tók í leik Íslands og Lúxemborgar í gær.