Fara í efni
Menning

Margt forvitnilegt á Listasafninu í ár

Ásgrímur Jónsson - Landslag, 1948 - 1950
Ásgrímur Jónsson - Landslag, 1948 - 1950

Sýningin Sköpun bernskunnar var opnuð í Listasafninu á Akureyri síðasta laugardag og þar með hófst sýningarárið formlega í safninu. Sköpun bernskunnar er sett upp sem hluti af safnfræðslu, með það markmið að gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn, nú Eggert Pétursson og Guðbjörg Ringsted sem bæði eru landsþekkt fyrir málverk sín þar sem blóm og jurtir eru uppistaðan.

Af öðru sem er á dagskrá í ár má nefna sýningar á verkum Errós og Ragnars Kjartanssonar, tveggja af þekktustu listamönnum samtímans hérlendis. Ragnar sýnir nýtt útilistaverk sem er sérstaklega unnið fyrir svalir Listasafnsins á Akureyri

Sýningar ársins verða þessar:

Sköpun bernskunnar
Samsýning – 20. febrúar til 2. maí.

ERRÓ
Ferðagarpurinn Erró – 1. maí til 12. september.
Ferðalög eru einkenndi fyrir líf og list Errós og hvar sem listamaðurinn kemur sankar hann að sér hundruðum mynda, sem hann nýtir í samklippuverk, sem smám saman að verða að málverki, að því segir í segir í riti sem safnið hefur gefið út um starfsemina á árinu.

Myndlistaskólinn á Akureyri
Sjónmennt 2021, sýning útskriftarnema – 8. maí til 16. maí.

VMA útskriftarsýning
Nemendur listnáms- og hönnunarbrauta – 8. maí til 16. maí.

Valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri
Nýleg aðföng – 29. maí til 14. nóvember.
Ekkert fjármagn er áætlað á fjárhagsáætlun Listasafnsins á Akureyri til kaupa á listaverkum og þannig hefur það verið í meira en áratug. Safninu hafa aftur á móti borist góðar gjafir á síðustu árum og byggir sýningin á þeim verkum.

Samsýning norðlenskra myndlistamanna
Takmarkanir – 29. maí til 26. september.
Frá 2015 hefur annað hvert ár verið sett upp sýning á verkum norðlenskra myndlistamanna í safninu. Þetta verður því fjórði tvíæringurinn og að þessu sinni hefur sýningin sérstakt þema: Takmarkanir. „Titillinn er að sjálfsögðu bein tilvísun í ástandið í heiminum þessi misserin,“ segir í riti safnsins.

Ragnar Kjartansson
Undirheimar Akureyrar – 28. ágúst til 14. ágúst 2022.

Hekla Björg Helgadóttir
Villiljóð – 28. ágúst til 10. apríl 2022.

Ann Noël
Teikn og tákn – 25. september til 16. janúar 2022.

Bryndís Snæbjörnsdóttir | Mark Wilson
Vísitasíur – 25. september til 16. janúar 2022.

A! Gjörningahátíð
7. október til 10. október.
Fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í sjöunda sinn.

VMA útskriftarsýning
20. nóvember til 28. nóvember.

Valin verk úr Listasafni ASÍ
Gjöfin til íslenzkrar alþýðu – 4. desember til 27. nóvember 2022.
Ragnar Jónsson í Smára gaf Alþýðusambandi Íslands málverkasafn sitt að gjöf sumarið 1961 og lagði gjöfin, 147 verk, grunninn að Listasfni ASÍ. Ragnar byggði safn sitt í kringum fastan kjarna, stór og kynngimögnuð verk eftir fimm listamálara, sem að hans mati voru þekktustu listamenn samtímans; Ásgrímur Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Gunnlaugur Scheving og Þorvaldur Skúlason. Á sýningunni er lögð áherslu á verk þessara listamanna.

Karl Guðmundsson
Lífslínur – 4. desember til 6. febrúar 2022.
Listferill Karls spannar rúmlega tvo áratugi. Hann er mál- og hreyfihamlaður, en tekst engu að síður að koma skýrt til skila þeirri næmu, listrænu tilfinningu sem býr innra með honum, í samstarfi við  Rósu Kristínu Júlíusdóttir kennara og myndlistarmann, segir í riti Listasafnsins. Karl var útnefndur listamaður Listar án landamæra 2015.

Erling Klingenberg
punktur punktur punktur – 4. desember til 6. febrúar 2022.

Þessar sýningar eru nú í Listasafninu:

Arna Valsdóttir
Staðreynd 6 - Samlag – til 7. febrúar.

Þorvaldur Þorsteinsson
Lengi skal manninn reyna - Yfirlitssýning – til 11. apríl.

Kristín K. Þórðardóttir Thoroddsen
KTh - Málverk og ljósmyndir – til 16. maí.

Lilý Erla Adamsdóttir
Skrúðgarður – til 15. ágúst.

Frá Kaupfélagsgili til Listagils
Stendur til 15. ágúst.

Videóvinda
Stendur til 5. september.

Úrval – II. hluti
Valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri – til 14. nóvember.

Heimasíða Listasafnsins á Akureyri