Fara í efni
Fréttir

Maðurinn sem féll í Fnjóská er ófundinn

Við Fnjóska í morgun.Bíll vettvangsstjórnar á brúnni í fjarska. Mynd: Þorgeir Baldursson
Ungi maðurinn sem féll í Fnjóská um kvöldmatarleytið í gær er enn ófundinn. Viðbragðsaðilar leituðu hans í alla nótt.
 
Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að áfram verði leitið í dag og að óskað hafi verið liðsinnis björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu.
 

„Aðstæður á vettvangi eru erfiðar, áin er mjög lituð og leitarsvæðið víðfeðmt þegar í ósa árinnar er komið,“ segir í tilkynningunni.

 

Maður féll í Fnjóská – 130 hafa leitað hans síðustu klukkutímana

Ungi maðurinn sem féll í Fnjóská var ófundinn um miðnætti