Fara í efni
Fréttir

Lögreglan leitar að 75 ára konu

KONAN ER FUNDIN
Skv. uppfærslu frá lögreglunni kl. 7:39 fannst konan heil á húfi og þakkar lögreglan veitta aðstoð.
 
- - -
Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér tilkynningu núna í morgunsárið.
 
Leitað er að 75 ára gamalli konu með heilabilun sem talin er hafa farið út úr húsi á miðbæjarsvæðinu um kl. 4 í nótt. Konan er um 165 sm að hæð, þéttvaxin með grátt, millisítt hár. Hún gæti verið klædd í grænar joggingbuxur og er mögulega berfætt eða í inniskóm. 
 
Lögreglan biður fólk sem hefur séð til ferða konunnar að láta vita í síma 112. Þá eru íbúar, sérstaklega á miðbæjarsvæðinu og hverfum í kringum það, beðnir um að skoða í kringum hús sín, í garðhús og aðra staði þar sem mögulegt er að komast inn.