Fara í efni
Fréttir

Ljúka bólusetningu 80 ára og eldri í næstu viku

Ljúka bólusetningu 80 ára og eldri í næstu viku

Gert er ráð fyrir að í næstu viku náist að bólusetja flesta 80 ára og eldri á Norðurlandi. Bóluefni frá Pfizer berst norður á þriðjudaginn og þá verður hafist handa.

Á Akureyri verður fólk boðað með sms skilaboðum þar sem tími og staðsetning kemur fram en hringt verður í þá sem ekki hafa farsíma. Á Akureyri er gert ráð fyrir að bólusetja eftir hádegi þriðjudaginn 2. mars á slökkvistöð Akureyrar.