Fara í efni
Menning

Ljóð án leiðarenda er sjötta bók Magnúsar

Akureyringurinn Magnús Geir Guðmundsson sendi í haust frá sér ljóðabókina Ljóð án leiðarenda. Þetta er sjötta bók Magnúsar Geirs með kveðskap af ýmsum toga. Í þetta sinn eru það ljóð með bæði hefðbundnum og óhefðbundnum hætti, rímuð og órímuð, eða með nokkuð svipuðum blæ og mátti lesa í bókinni Ljóðstafakrans sem kom út 2016. Ljóðin er mörg mjög persónuleg og þar vítt farið um í krafti Töfra tilfinningalitrófsins, að því er segir á bókarkápu.