Litasjónvarp, bækur og jólin alls staðar
„Jólin, jólin. Þau eru alls staðar, eins og segir í kvæðinu eftir Jóhönnu G. Erlingsson. Mikið til í því. Í mínu tilviki hafa þau þó bara verið á tveimur stöðum – á Akureyri og í Reykjavík.“
Þannig hefst Orrablót dagsins, pistill Orra Páls Ormarssonar, blaðamanns Morgunblaðsins. Pistlar hans birtast annan hvern föstudag á akureyri.net.
Hann heldur áfram: „Ég hef aldrei haldið jól í útlöndum, ekki einu sinni á Tenerife. Og haldið ykkur nú fast og spennið jafnvel á ykkur beltin: Ég hef aldrei komið á þá ágætu eyju. Ég get svarið það. Einn örfárra Íslendinga.“
Barnaefni í litasjónvarpi kemur við sögu – já, í litasjónvarpi við Rauðalæk í Laugardalnum – forláta myndavél, bókmenntir af ýmsu tagi og gangbrautin heimskunna yfir Abbey Road í Lundúnum. Svo fátt eitt sé nefnt.
Orrablót dagsins: Litasjónvarp, gelgjubókmenntir og ægileg hlussa