Fara í efni
Fréttir

Liggur í augum uppi að huga þarf að göngum

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segir að huga þurfa alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, og raunar á fleiri stöðum á landinu. Það liggi í augum uppi.

Öxnadalsheiði var lokuð um helgina vegna fannfergis og vonskuveðurs og víðar á landinu var ófært. Heiðin, sem er hæsti vegarkafli þjóðvegar eitt, lokast reglulega vegna veðurs eða ófærðar.

Ásthildur segir tímabært að ræða af skynsemi um bættar samgöngur. „Þetta má ekki snúast um hvort farið verði í göng undir Fjarðarheiði eða göng undir Súðavíkurhlíð á undan,“ segir hún við Akureyri.net.

„Það tekur langan tíma að fara í gangnaframkvæmdir, við þurfum að drífa áfram framkvæmdir við jarðgöng. Það ættu auðvitað að vera vinna við tvenn jarðgöng í gangi á hverjum tíma.“